Fjósið orðið að gistiheimili
Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson hafa breytt heimili sínu og vinnustofu í Fjósinu í Koti við Sjávargötu í Njarðvík í gistiheimili. Þar hafa verið innréttuð þrjú tveggja manna herbergi á jarðhæð og á efri hæð er fjögurra manna herbergi. Herbergin eru öll hver með sínu sniði.
Eitt heitir Music en þar eru fjöldinn allur af hljóðfærum og annað skemmtilegt sem tilheyrir tónlistinni. Annað herbergi kallast Antique en þar eru margir gamlir hlutir, Singer saumavél notuð sem skrifborð og annað skemmtilegt. Þriðja herbergið á jarðhæð kallast Byre Workshop eða vinnustofan í fjósinu en það nafn kom til vegna þess að þar voru þau Hulda og Hrafn áður með vinnustofu sína, Raven Design. Á efri hæðinni er svo herbergi sem kallast Saga en það er 4 manna herbergi.
Þeir sem vilja kynna sér nánar nýja gistiheimilið og bóka gistingu er bent á vefsíðuna http://ravensbnb.is/