Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Viðskipti

Fjórtán ára með eigin rekstur
Hermann Nökkvi og Andri Fannar slá garða á Suðurnesjum og víðar í sumar.
Þriðjudagur 19. júlí 2016 kl. 06:00

Fjórtán ára með eigin rekstur

- Slá tvær til þrjár lóðir á dag

Vinirnir Andri Fannar Ævarsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson taka að sér að slá stærri og minni garða í sumar og eru hæst ánægðir með starfið. Drengirnir eru 14 ára og segjast hafa fengið mjög góðar móttökur. „Við erum með tvö til þrjú verkefni á dag og þetta gengur mjög vel,“ segir Hermann en hann tók líka að sér garðavinnu í fyrra.

Drengirnir eru með hrífur, orf og voru að fara að fjárfesta í nýrri sláttuvél þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti þá á dögunum. „Það er búið að ganga svo vel hjá okkur að við gátum safnað fyrir nýrri sláttuvél,“ segja þeir. Andri og Hermann búa í Reykjanesbæ en taka þó að sér að slá  um öll Suðurnesin og jafnvel víðar. Afi Hermanns á pallbíl og hefur skutlað strákunum þegar á hefur þurft að halda. „Síðan eigum við frábæra foreldra sem nenna að skutla okkur út um allt. Við fórum til dæmis í Hafnarfjörð um daginn og förum bráðum að slá á Vatnsleysuströnd. Við reddum okkur alltaf fari einhvern veginn.“

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Stundum þarf að gera meira en að slá grasið til að það verði fínt og hafa Andri og Hermann líka tekið að sér að bera Blákorn og Graskorn á lóðir til að bæta vöxtinn. „Svo erum við líka með mosatætara og setjum kalk á grasið til að drepa mosann. Við getum þetta allt saman.“

Hægt er að panta slátt á Facebook-síðunni Garðálfarnir EHF eða í síma 776-1410.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25