FJÓRIR HLUTU NÁMSSTYRK FRÁ SPARISJÓÐNUM
Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins í Keflavík úthlutaði þann 13. júlí sl. árlegum námsstyrkjum og hlutu eftirfarandi nemendur, sem allir eru að útskrifast, styrki að þessu sinni: Jón Valgeirsson sem lýkur cand. Pharm. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands, Margrét Sanders sem lýkur MBA gráðu í viðskiptafræði frá Western Carolina University, Margrét Þórhallsdóttir sem lýkur BS. gráði í líffræði frá Valdosta State University og Karl Róbert Þórhallsson sem útskrifast af 4. stigi í vélstjórn frá Verkmenntakólanum á Akureyri.Þetta er í níunda sinn sem Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins í Keflavík afhendir styrkveitingar en um er að ræða fjármálaþjónustu sem opin er öllum námsmönnum, endurgjaldslaust, og mikilvægan hluta stuðnings Sparisjóðsins í Keflavík við bakið á námsfólki á Suðurnesjum.Frá vinstri Karl Róbert Þórehallsson, Jón Valgeirsson, Margrét Sanders, Margrét Þórhallsdóttir og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri.