Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fjör á bílasýningum í byrjun árs
Jón Halldór Eðvaldsson hjá Toyotu sýnir hér áhugasömum inn í Landcrusier jeppa. VF-myndir/pket.
Föstudagur 15. janúar 2016 kl. 06:10

Fjör á bílasýningum í byrjun árs

Mjög góð aðsókn var að tveimur bílasýningum sem voru í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Sýndir voru nýir bílar hjá Toyota og Bernhard.

„Það er búið að vera mikið fjör í allan dag og það hefur verið mjög mikil aukning í sölu hjá okkur að undanförnu,“ sagði Ævar Ingólfsson, bílasali og undir það tók Erlingur Hannesson hjá Bernhard en þessar bílasölur eru nánast á sama fermetranum á Fitjum í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ævar og félagar sýndu nýja Toyota RAV4 Hybrid og sagði hann að bílinn hafi vakið mikla athygli enda sé um byltingarkennda breytingu að ræða. Eins og alltaf á bílasýningum vöktu aðrar gerðir einnig athygli, m.a. hin sívinsæli Landcrusier jeppi sem er einn mest seldi bíll á Suðurnesjum á undanförnum árum. Þó var að heyra að hann væri kominn með verðugan keppinaut í RAF jepplingnum. Minni bílarnir hafa selst mikið og úrvalið er gott hjá Toyotu.

Erlingur í Bernhard hefur selt margar Hondu og Peugot bifreiðar á Suðurnesjum í gegnum tíðina. Á sýningunni mátti sjá nokkrar nýjar gerðir, m.a. nýja útfærslu af hinum vinsæla Honda CR-V en hann er nú fáanlegur með öflugri dísilvél og 9 gíra sjálfskiptingu. Minni bílarnir hjá Peougot hafa rokið út enda sparneytnir og á góðu verði. „Eftir nokkur mögur kreppuár er ljóst að það eru margir að hugsa sér til hreyfing í bílamálum. Það er búið að vera stígandi í bílasölu á síðustu 2-3 árum,“ sagði Erlingur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Toyotu og Bernhard.

Ævær Ingólfsson var í essinu sínu á bílasýningunni.

Erlingur Hannesson sýnir Hermanni Jónassyni nýja CR-V bílinn.