Fjölskylda Jakobs búin að selja hlutinn í Keflavíkurverktökum
"Við vildum hugsa okkar gang en áttum ekki von á að jafn margir seldu og raunin varð," sagði Guðrún S. Jakobsdóttir, fyrrum stjórnarformaður Keflavíkurverktaka, þegar hún var spurð af hverju fjölskylda hennar seldi ekki hlut sinn í félaginu á meðan yfirtökutilboði stóð síðastliðinn októbermánuð.Í gær barst Verðbréfaþingi tilkynning um sölu 10% hlutar Jakobs Árnasonar, sem stofnaði fjölskyldufyrirtækið fyrir um 40 árum, til Bjarna Pálssonar, ungs athafnamanns. Eignarhald Bjarna er nú því sem næst 100% og markaðsvirði bréfa hans um 1.500 milljónir.
Það vakti athygli síðastliðið haust þegar Bjarni tryggði sér á fáeinum dögum 50,3% í fyrirtækinu og ávann sér þannig rétt til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Fjölskylda Jakobs var ekki sátt við framvindu mála og vonaðist til að geta haldið ítökum í félaginu, en svo fór að næstum allir hluthafar að þeim undanskildum gengu að tilboði Bjarna. "Fjölskyldan hefur tengst þessu fyrirtæki í áratugi og við reiknuðum ekki með að endalokin yrðu svona," segir Guðrún.
Fréttablaðið sagði frá því í nóvember að ýmsir fyrir hluthafar óttuðust að um "fyrirtækjagleypi" væri að ræða og framtíðarrekstur fjölskyldufyrirtækisins ótryggur. Með 75% eiginfjárhlutfall eru Keflavíkurverktakar á meðal stöndugri fyrirtækja. Meðal annars var vísað til þess að Bjarni hefði, ásamt föður sínum, Páli Ólafssyni í Brautarholti á Kjalarnesi, komist með líkum hætti yfir Fóðurblönduna, einnig með aðstoð Kaupþings, þar sem skuldsetning og eignasala skilaði ríkulegum hagnaði.
Í krafti meirihlutans gerði Bjarni þá kröfu að félagið yrði afskráð af lista Verðbréfaþings Íslands sem fyrst, enda uppfyllti það ekki reglur þingsins um lágmarksfjölda hluthafa. Þegar fyrirtækið fékk skráningu vorið 2001 voru hluthafar um 280 talsins. Guðrún segir að áður en Bjarni kom til sögunnar hafi áform stjórnarinnar verið að Keflavíkurverktakar styrktust á almennum markaði.
Frétt af Vísir.is.
Það vakti athygli síðastliðið haust þegar Bjarni tryggði sér á fáeinum dögum 50,3% í fyrirtækinu og ávann sér þannig rétt til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Fjölskylda Jakobs var ekki sátt við framvindu mála og vonaðist til að geta haldið ítökum í félaginu, en svo fór að næstum allir hluthafar að þeim undanskildum gengu að tilboði Bjarna. "Fjölskyldan hefur tengst þessu fyrirtæki í áratugi og við reiknuðum ekki með að endalokin yrðu svona," segir Guðrún.
Fréttablaðið sagði frá því í nóvember að ýmsir fyrir hluthafar óttuðust að um "fyrirtækjagleypi" væri að ræða og framtíðarrekstur fjölskyldufyrirtækisins ótryggur. Með 75% eiginfjárhlutfall eru Keflavíkurverktakar á meðal stöndugri fyrirtækja. Meðal annars var vísað til þess að Bjarni hefði, ásamt föður sínum, Páli Ólafssyni í Brautarholti á Kjalarnesi, komist með líkum hætti yfir Fóðurblönduna, einnig með aðstoð Kaupþings, þar sem skuldsetning og eignasala skilaði ríkulegum hagnaði.
Í krafti meirihlutans gerði Bjarni þá kröfu að félagið yrði afskráð af lista Verðbréfaþings Íslands sem fyrst, enda uppfyllti það ekki reglur þingsins um lágmarksfjölda hluthafa. Þegar fyrirtækið fékk skráningu vorið 2001 voru hluthafar um 280 talsins. Guðrún segir að áður en Bjarni kom til sögunnar hafi áform stjórnarinnar verið að Keflavíkurverktakar styrktust á almennum markaði.
Frétt af Vísir.is.