Fjölmenni á opnum fundi hjá Landsbankanum
Landsbanki Íslands stóð fyrir opnum fundi í gærkvöldi þar sem nýju íbúðarlán bankans voru kynnt. Mæting var með besta móti og sagði Jóhanna Óskarsdóttir, útibússtjóri, að mikil ánægja hafi verið með fundinn.
Sérfræðingar bankans héldu stutt ávörp. Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeildinni fjallaði um nýju lánin og áhrif þeirra á fjármál heimilanna og hvernig breyttir tímar kölluðu á nýja hugsun varðandi greiðslubyrði.
Hún sagði gríðarlega ásókn hafa verið í lánin allt frá því að bankarnir byrjuðu með íbúðalán.
Pétur Bjarni Guðmundsson hjá fasteignadeild bankans fór yfir ráðgjöfina sem bankinn býður viðskiptavinum sínum og skýrði hina ýmsu valkosti sem væntanlegum lántakendum bjóðast.
Að loknum framsögnum þeirra Eddu og Péturs var opnað fyrir spurningar úr sal. Spurt var út í verðtryggingu lána og svaraði Edda því til að bankarnir hefðu ekki í hyggju að afnema verðtrygginguna fyrr en þeir sæju fram á að sveiflur í verðbólgu færu minnkandi. Hún benti þó á að Landsbankinn byði upp á óverðtryggð lán en þau væru á lakari kjörum en önnur.
Fundargestir virtust hinir ánægðustu með svörin, en fundir sem þessir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi og munu verða í flestu útibúum bankans um allt land.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Sérfræðingar bankans héldu stutt ávörp. Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeildinni fjallaði um nýju lánin og áhrif þeirra á fjármál heimilanna og hvernig breyttir tímar kölluðu á nýja hugsun varðandi greiðslubyrði.
Hún sagði gríðarlega ásókn hafa verið í lánin allt frá því að bankarnir byrjuðu með íbúðalán.
Pétur Bjarni Guðmundsson hjá fasteignadeild bankans fór yfir ráðgjöfina sem bankinn býður viðskiptavinum sínum og skýrði hina ýmsu valkosti sem væntanlegum lántakendum bjóðast.
Að loknum framsögnum þeirra Eddu og Péturs var opnað fyrir spurningar úr sal. Spurt var út í verðtryggingu lána og svaraði Edda því til að bankarnir hefðu ekki í hyggju að afnema verðtrygginguna fyrr en þeir sæju fram á að sveiflur í verðbólgu færu minnkandi. Hún benti þó á að Landsbankinn byði upp á óverðtryggð lán en þau væru á lakari kjörum en önnur.
Fundargestir virtust hinir ánægðustu með svörin, en fundir sem þessir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi og munu verða í flestu útibúum bankans um allt land.
VF-mynd/Þorgils Jónsson