Fjögur þúsund viðskiptavinir á opnunarhelgi Iceland
Iceland opnaði nýja verslun að Hafnargötu 51 í Keflavík sl. föstudag. Verslunin opnaði þar sem 10-11 og Rétturinn voru áður til húsa. Iceland er opin allan sólarhringinn.
„Opnunin á Iceland gekk frábærlega. Við fengum um 4000 viðskiptavini á opnunarhelginni og við erum virkilega ánægðir með móttökurnar og heyrum ekki annað en að viðskiptavinir okkar séu mjög ánægðir með opnun Iceland í Reykjanesbæ,“ segir Sigurður Karlsson framkvæmdastjóri matvörusviðs Iceland í samtali við Víkurfréttir. „Það er einnig gaman að sjá að viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með það mikla úrval og góða verð sem verslanir Iceland bjóða uppá,“ sagði Sigurður jafnframt.