Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fjáröflunarbás fyrir krabbameinsveikan strák
Föstudagur 29. október 2010 kl. 13:00

Fjáröflunarbás fyrir krabbameinsveikan strák

- Skansinn markaðstorg í fullri starfsemi áfram.

Skansinn markaðstorg hefur verið starfrækt síðan haustið 2009, en var lokað í sumar vegna framkvæmda og opnuðum við aftur í byrjun september. Skansinn er markaðstorg þar sem fólk getur leigt sér bása og komið og selt vörurnar sínar, hvort heldur sem er notað eða nýtt, fatnaður, handverk eða annað. Við erum með opið allar helgar, laugardaga og sunnudaga frá kl 12-17. Undirtektir hafa verið frábærar eftir opnun í haust og aðsókn hefur aukist til muna, við vorum að bæta við okkur básum vegna mikillar aðsóknar fyrir jólavertíðina.


Næstu tvær helgar erum við með fjáröflunarbás fyrir ung hjón hér í Reykjanesbæ þau Halldóru Jensdóttur og Jóhannes Garðarsson en þau eiga 4 börn og elsti sonur þeirra, Helgi Rúnar 17 ára greindist nýverið með eitilfrumukrabbamein og standa þau í ströngu á næstunni. Halldóra hefur tekið sér launalaust frí frá vinnu til að geta verið drengnum innan handar í baráttunni. Við hér í Skansinum tókum okkur til og höfum óskað eftir dóti og hlutum sem fólk vill gefa, og við seljum það í bás hjá okkur og mun allur ágóði renna óskertur til fjölskyldu þeirra.

Okkur langar bara að koma þessu á framfæri þar sem miklar vangaveltur hafa verið yfir því hvort við værum hætt allri starfsemi, en síður en svo, þá er allt komið á fullt hjá okkur og fyrir þá sem hafa áhuga á að leigja hjá okkur bás, eða jafnvel gefa eitthvað í fjáröflunina þá getið þið haft samband í símum 847 3225 eða 869 9660, einnig er hægt að panta í gegnum netfangið [email protected]

(Tilkynning frá Skansinum).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024