Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fjármálaráðherra mátti stofna Spkef samkvæmt neyðarlögunum
Mánudagur 8. ágúst 2011 kl. 16:11

Fjármálaráðherra mátti stofna Spkef samkvæmt neyðarlögunum

Fjármálaráðherra var heimilt samkvæmt neyðarlögunum svonefndu að stofna Spkef sparisjóð í því skyni að taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er áréttað á vef ráðuneytisins í tilefni af umfjöllun um að fjármálaráðherra hafi ekki haft slíka heimild. Vísir.is greinir frá þessu.

Ráðherra vísar í fyrstu grein laga númer 125 frá 2008, iðulega nefnd neyðarlög, máli sínu til stuðnings. Í greininni segir:
„Við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði er fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta."

Á vefnum segir að augljóslega sé rangt að halda því fram að heimildir fjármálaráðherra samkvæmt framangreindu ákvæði séu bundnar við að stofna hlutafélag fremur en sparisjóð. Hugtakið fjármálafyrirtæki sé ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki geta fjármálafyrirtæki verið annað hvort hlutafélög eða sparisjóðir.