FJARFUNDIR
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar stóð fyrir fjarfundi í tengslum við Iðntæknistofnun s.l. þriðjudag. Á fjarfundum sitja menn fyrir framan sjónvarpsskjá og geta bæði séð og heyrt í fundargestum víðs vegar um landið. Fundurinn á þriðjudaginn var sérstaklega ætlaður málmiðnaðarfyrirtækju og umfjöllunarefni voru m.a. málmsuða, gæðastaðlar og prófanir sem Iðntæknistofnun gerir fyrir atvinnulífið. Að fundi loknum gafst fundargestum á að taka þátt í umræðum og koma með spurningar. Ráðgert er að bjóða uppá slíka fjarfundi mánaðarlega til að byrja með. Næsti fundur verður haldinn nú í desember og kemur til með að fjalla um umhverfisstjórnun í smáfyrirtækjum og þá verða allir sem málið varðar velkomnir.