Fjárfestar hafa trú á Keflavíkurverktökum
Guðrún Jakobsdóttir er nýkjörinn stjórnarformaður í Keflavíkurverktökum hf. Hún hefur áhugaverðan feril að baki og hefur gaman af því sem hún er að gera. Silja Dögg Gunnarsdóttir hafði samband við hana og fékk hana til að segja frá bakgrunni sínum og afskiptum sínum af verktakastarfsemi. Guðrún spáir í spilin varðandi framtíð Keflavíkurverktaka hf. en þess má geta að hagnaðurinn var 120 milljónir króna eftir síðasta 6 mánaða uppgjör, sem er mjög góður árangur.
Víðförul með reynslu
„Ég er dóttir Jakobs Árnasonar og Jóhönnu Kristinsdóttur og ólst upp í Keflavík. Ég yfirgaf heimabyggðina þegar ég var 17 ára og fór þá að skoða heiminn. Fyrst fór ég til Belgíu og var þar í eitt ár og síðan færði ég mig yfir til Grenoble í Frakklandi og dvaldi þar í 3 ár“, segir Guðrún þegar hún er beðin um að rifja æsku- og unglingsárin. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og vann á lögfræðistofu, sem ritari og skrifstofustjóri í 9 ár. Síðan vann hún á verkfræðistofu í 2 ár og hefur nú verið skrifstofustjóri hjá byggingaverktaka í Reykjavík síðan 1993. Guðrún er gift Gunnari I. Baldvinssyni rafmangsverkfræðingi, starfar hann hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Þau eiga tvo syni, Tómas Árna 11 ára og Baldvin Inga 13 ára.
Fyrsta konan í stjórn verktakafyrirtækis
„Jakob faðir minn var einn af stofnendum Byggingaverktaka og varstjórnarformaður þeirra og Keflavíkurverktaka sf. í mörg ár. Við sameininguna vildi hann draga sig í hlé, sökum aldurs og fól mér, vegna reynslu minnar og þekkingu á verktakamarkaðnum, að fara með sinn hlut í félaginu. Ég fékk mjög góða kosningu á fyrsta hluthafafundi félagsins og síðan enn betri á síðasta hluthafafundi, sem mér fannst mikill heiður og er mjög þakklát fyrir það traust sem mér var sýnt“, segir Guðrún um upphaf afskipta sinna af verktakastarfsemi. Hún segir að sér hafi strax verið mjög vel tekið af körlunum í stjórninni.
„Ég held að það hafi bara haft góð áhrif á stjórnina að hafa mig þar. Ég hef alltaf verið mikil jafnréttiskona og er afar stolt af því að vera fyrsta konan sem er stjórnarformaður í Keflavíkurverktökum hf. Þetta sýnir hvað félagið og hluthafarnir eru víðsýnir.“
Bjart framundan þrátt fyrir endalok einokunar
Hvernig sérð þú framtíð fyrirtækisins fyrir þér í ljósi breyttra aðstæðna gagnvart einokun á störfum fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli?
„Það er rétt að einokun á verkum fyrir Bandaríkjaher lýkur árið 2004. En Keflavíkurverktakar munum halda áfram að gera það sem þeir gera best, þ.e. að sinna verkum fyrir Varnarliðið af alúð og samviskusemi. Möguleikar Keflavíkurverktaka í verktöku fyrir Varnarliðið aukast einnig með minnkun á úthlutun verka, því þeir geta boðið í fleiri verkþætti en áður og þannig átt möguleika að auka við starfsemi sína. Tökum sem dæmi að í síðustu viku var undirritaður samingur til 5 ára um ræstingar fyrir Varnarliðið“, segir Guðrún og er auðheyrilega bjartsýn á framhaldið.
Verkefni utan og innan vallar
Keflavíkurverktökum hf. hefur verið úthlutað lóðum við Steinás, í Grænáshverfi, fyrir einbýlishús og hyggst fyrirtækið fara út í framkvæmdir þar á næstunni að sögn Guðrúnar, en fyrirtækið hefur einnig fengið lóðir fyrir iðnaðarhúsnæði í Innri Njarðvík. „Við ætlum okkur að fara út á almenna byggingamarkaðinn jafnframt því sem við höldum áfram að taka þátt í alhliða
verktakastarfsemi utan vallar sem innan. Við höfum staðið okkur vel í verkefnum utan vallar og verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og erum því mjög bjartsýn á framtíðina.“
Þrír hluthafar með 40%
Guðrún segist vera afar ánægð með 6 mánaða uppgjörið en hagnaður var 120 milljónir eftir skatta sem er mjög góður árangur. Innra virði fyrirtækisins hækkaði úr 4.10 í 4.52 sem er yfir 10% hækkun og eigið fé félagsins jókst um 133 milljónir frá áramótum.
„Það að við fórum inn á tilboðsmarkað Verðbréfaþings Íslands hf hefur hleypt lífi í viðskipti með hlutabréf Keflavíkurverktaka hf. Við það hafa hlutföll í hlutahafaskrá félagsins breyst gífurlega undanfarið. Margir smáir hlutahafar hafa selt sinn hlut og í dag eru þrír hluthafar sem eiga yfir 40% hlutafjárs félagsins“, segir Guðrún en það eru Jakob Árnason sem á rúmlega 10% og síðan eru tvö ný nöfn á hluthafalistanum en það eru fjárfestarnir Sigurður Guðni Jónsson og Bjarni Pálsson, en skv. síðustu fréttum á Bjarni yfir 20% hlutafjárins. „Þetta sýnir að menn og fjárfestar hafa trú á fyrirtækinu og framtíðarverkefnum þess, því er engin ástæða til annars en að vera ánægð og bjartsýn á framtíðina. Keflavíkurverktakar hf. eru á réttri leið.“
Víðförul með reynslu
„Ég er dóttir Jakobs Árnasonar og Jóhönnu Kristinsdóttur og ólst upp í Keflavík. Ég yfirgaf heimabyggðina þegar ég var 17 ára og fór þá að skoða heiminn. Fyrst fór ég til Belgíu og var þar í eitt ár og síðan færði ég mig yfir til Grenoble í Frakklandi og dvaldi þar í 3 ár“, segir Guðrún þegar hún er beðin um að rifja æsku- og unglingsárin. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og vann á lögfræðistofu, sem ritari og skrifstofustjóri í 9 ár. Síðan vann hún á verkfræðistofu í 2 ár og hefur nú verið skrifstofustjóri hjá byggingaverktaka í Reykjavík síðan 1993. Guðrún er gift Gunnari I. Baldvinssyni rafmangsverkfræðingi, starfar hann hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Þau eiga tvo syni, Tómas Árna 11 ára og Baldvin Inga 13 ára.
Fyrsta konan í stjórn verktakafyrirtækis
„Jakob faðir minn var einn af stofnendum Byggingaverktaka og varstjórnarformaður þeirra og Keflavíkurverktaka sf. í mörg ár. Við sameininguna vildi hann draga sig í hlé, sökum aldurs og fól mér, vegna reynslu minnar og þekkingu á verktakamarkaðnum, að fara með sinn hlut í félaginu. Ég fékk mjög góða kosningu á fyrsta hluthafafundi félagsins og síðan enn betri á síðasta hluthafafundi, sem mér fannst mikill heiður og er mjög þakklát fyrir það traust sem mér var sýnt“, segir Guðrún um upphaf afskipta sinna af verktakastarfsemi. Hún segir að sér hafi strax verið mjög vel tekið af körlunum í stjórninni.
„Ég held að það hafi bara haft góð áhrif á stjórnina að hafa mig þar. Ég hef alltaf verið mikil jafnréttiskona og er afar stolt af því að vera fyrsta konan sem er stjórnarformaður í Keflavíkurverktökum hf. Þetta sýnir hvað félagið og hluthafarnir eru víðsýnir.“
Bjart framundan þrátt fyrir endalok einokunar
Hvernig sérð þú framtíð fyrirtækisins fyrir þér í ljósi breyttra aðstæðna gagnvart einokun á störfum fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli?
„Það er rétt að einokun á verkum fyrir Bandaríkjaher lýkur árið 2004. En Keflavíkurverktakar munum halda áfram að gera það sem þeir gera best, þ.e. að sinna verkum fyrir Varnarliðið af alúð og samviskusemi. Möguleikar Keflavíkurverktaka í verktöku fyrir Varnarliðið aukast einnig með minnkun á úthlutun verka, því þeir geta boðið í fleiri verkþætti en áður og þannig átt möguleika að auka við starfsemi sína. Tökum sem dæmi að í síðustu viku var undirritaður samingur til 5 ára um ræstingar fyrir Varnarliðið“, segir Guðrún og er auðheyrilega bjartsýn á framhaldið.
Verkefni utan og innan vallar
Keflavíkurverktökum hf. hefur verið úthlutað lóðum við Steinás, í Grænáshverfi, fyrir einbýlishús og hyggst fyrirtækið fara út í framkvæmdir þar á næstunni að sögn Guðrúnar, en fyrirtækið hefur einnig fengið lóðir fyrir iðnaðarhúsnæði í Innri Njarðvík. „Við ætlum okkur að fara út á almenna byggingamarkaðinn jafnframt því sem við höldum áfram að taka þátt í alhliða
verktakastarfsemi utan vallar sem innan. Við höfum staðið okkur vel í verkefnum utan vallar og verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og erum því mjög bjartsýn á framtíðina.“
Þrír hluthafar með 40%
Guðrún segist vera afar ánægð með 6 mánaða uppgjörið en hagnaður var 120 milljónir eftir skatta sem er mjög góður árangur. Innra virði fyrirtækisins hækkaði úr 4.10 í 4.52 sem er yfir 10% hækkun og eigið fé félagsins jókst um 133 milljónir frá áramótum.
„Það að við fórum inn á tilboðsmarkað Verðbréfaþings Íslands hf hefur hleypt lífi í viðskipti með hlutabréf Keflavíkurverktaka hf. Við það hafa hlutföll í hlutahafaskrá félagsins breyst gífurlega undanfarið. Margir smáir hlutahafar hafa selt sinn hlut og í dag eru þrír hluthafar sem eiga yfir 40% hlutafjárs félagsins“, segir Guðrún en það eru Jakob Árnason sem á rúmlega 10% og síðan eru tvö ný nöfn á hluthafalistanum en það eru fjárfestarnir Sigurður Guðni Jónsson og Bjarni Pálsson, en skv. síðustu fréttum á Bjarni yfir 20% hlutafjárins. „Þetta sýnir að menn og fjárfestar hafa trú á fyrirtækinu og framtíðarverkefnum þess, því er engin ástæða til annars en að vera ánægð og bjartsýn á framtíðina. Keflavíkurverktakar hf. eru á réttri leið.“