Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Fjallað um lífeyrissparnað á haustfundi Glitnis
Miðvikudagur 29. nóvember 2006 kl. 14:25

Fjallað um lífeyrissparnað á haustfundi Glitnis

-góður undurbúningur að starfslokum gulls ígildi.

-fólk er aldrei of „gamalt" til að hefja viðbótarlífeyrissparnað

Glitnir í Reykjanesbæ boðaði til haustfundar s.l. fimmtudag í Kirkjulundi undir yfirskriftinni „Á tímamótum".  Efni fundarins snéri að þeim þáttum sem allir þurfa að huga að fyrr eða seinna, þ.e. hvernig best er að undirbúa starfslok. Ljóst að mun algengara er en áður að fólk hugi að starfslokum fyrr, jafnvel við 55 ára aldurinn.

Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður hjá Glitni Eignastýringu, sagði að góður undirbúningur fyrr heldur en seinna væri gulls ígildi. Fólk þyrfti að setja sér markmið, gera áætlun og fylgja henni eftir. Tíminn ynni með fólki. Margrét ræddi um þá staðreynd að margir velja að selja sína fasteign og fara í annað búsetuform, sbr. Búmenn eða Nesvelli. Þannig losnaði um fjármagn, sem fólk vildi að ynni fyrir sér í staðinn og benti Margrét á fjölbreyttar ávöxtunarleiðir bankans í þeim efnum.  

Þórhildur Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum, fór yfir þá helstu ákvarðanir sem fólk þarf að taka við starfslok, eins og hvenær skuli hefja töku lífeyris úr lífeyrissjóðum, hvenær eiga að byrja að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn og hversu hratt, hvenær eigi að ganga á annan sparnað o.fl.  Ræddi hún almennt um uppbyggingu á ellilífeyri úr almannatryggingarsjóðnum, hverjar skerðingarnar séu og hvernig þær almennt virka.  Í þeim efnum benti hún á Reiknihildi, forrit á vef Tryggingarstofnunar þar sem hægt er að reikna með forsendum hvers og lífeyri einstaklinga frá Tryggingarstofnun. Þórhildur benti á að aldrei væri of seint að hefja  viðbótarlífeyrissparnað, fólk væri aldrei of „gamalt” til að hafa efni á því að sleppa honum.

Yfirskrift erindis Vigdísar Hrafnkelsdóttur, deildarstjóra Eignastýringar einstaklinga hjá Glitni var „Skapuðu þinn eigin lífstíl á efri árum” og vísaði þá til þess að að með góðum undirbúningi, góðu skipulagi fjármála og góðri ráðgjöf geti fólk eftir starfslok skapað sér áhyggjulaus efri ár og eytt tímanum í annað en að hafa áhyggjur af fjármálum.  Fór hún yfir möguleika í ávöxtun sbr. sjóðum og ræddi um samband áhættu og væntrar ávöxtunar.  Kynnti hún fyrir fundargestum  Eignastýringu bankans, þar sem sérfræðingar bankans í samráði við viðskiptavini velja réttu fjárfestingarkostina, bjóða upp á reglulega samráðsfundi, virkt eftirlit og að rík áhersla væri lögð á persónuleg tengsl og góða upplýsingagjöf. 

Sérstakur gestur fundarins var Hjálmar Árnason, alþingismaður sem sagði í ræði sinni að fjármál, heilsa og áhugamál væru lykillinn að góðum starfslokum.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024