Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:56

FISKMARKAÐURINN HAGNAST

Á Suðurnesjum og á Ísafirði seldust 20.245 tonn fyrir 2.146 milljónir á fyrstu 6 mánuðum ársins. Magnið er svipað og á síðasta ári en verðmætið hefur aukist um 25%. Verðmætaaukninguna má annars vegar skýra með að meðalverð á helstu tegundum, einkum þorski og ýsu, hækkaði verulega og vegna þess að sala á loðnu og öðrum ódýrum tegundum minnkaði. Hagnaður FMS fyrstu 6 mánuði ársins er 16.8 milljónir. Dóttur og hlutafélög FMS eru: Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði (100%), Reiknistofa fiskmarkaða hf.(88%), Fiskmarkaður Hornafjarðar hf. (78%), Umbúðamiðlun hf. (35%) og Íslandsmarkaður hf. (28%). Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri er hagnaður dóttur- og hlutafélaga FMS samtals 22.2 milljónir. Á síðasta ári sameinaðist Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði Fiskmarkaði Suðurnesja hf. og um leið voru öll hlutabréf í Faxalóni ehf.keypt. Þessi tvö félög höfðu verið í samstarfi áður og breytingin skapaði meiri hagræðingu en áður. Ávinningur aðgerðanna er farinn að sjást og hefur tekist að snúa rekstrinum í Hafnarfirði við og er hann nú í góðu horfi. Vonast er til að á seinni hluta ársins skili hagræðingin sér enn betur inní rekstur FMS. Rekstur Umbúðamiðlunar hafði verulega neikvæð áhrif á rekstur FMS á síðasta ári vegna mikils tapreksturs. Reksturinn var skorinn upp í desember á síðasta ári og hefur afkoman fyrstu 6 mánuði ársins haft jákvæð áhrif á FMS. Nokkur hagnaður hefur verið á sölu hjá Reiknistofu fiskmarkaða hf. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var hagnaður fyrir skatta á fyrstu 6 mánuðum ársins 6.8 milljónir en aðeins 5.1 milljónir allt árið í fyrra fyrir skatta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024