Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Finnst vanta kaffihúsamenningu á svæðið
Miðvikudagur 21. september 2011 kl. 11:01

Finnst vanta kaffihúsamenningu á svæðið

Cafe Neró er kaffihús sem er nýlega opnaði við Hafnargötu 26 í Reykjanesbæ. „Ég var atvinnulaus og ákvað að kýla bara á þetta eftir að ég komst að því að þetta hús stæði bara autt, ræddi við frúna og sótti svo bara um leyfi. Þannig byrjaði þetta allt saman,“ segir Daníel Sæmundsson sem rekur kaffihúsið ásamt Hafdísi Randversdóttur konu sinni.

Boðið er upp á kaffi frá Vífilfell og kökur frá Garra og það er heit súpa á boðstólnum í hádeginu, svo er hægt að fá sér kaldan af krana. „Þetta hefur gengið ágætlega, þrátt fyrir að fólk viti ekki mikið af okkur. Ég fékk fyrst skilti hér utan á húsið um Ljósanæturhelgina og þá var líka brjálað að gera.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Daníel segir fólk vera ánægt með það að það sé opnað kaffihús hér að nýju en ferðamennirnir eru sérstaklega ánægðir með þetta. „Maður hefur heyrt að fólk sé ánægt með kaffið og við erum hægt og rólega að byggja þetta upp. Mér finnst samt vanta soldið kaffihúsamenninguna hérna, en mikið af utanbæjarfólki kíki hingað sem er vant því að sækja kaffihúsin annars staðar.“

Opið er á Café Nero alla daga frá 11 til 11.