Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimir fingur opna í Sandgerði
Þriðjudagur 10. október 2006 kl. 14:45

Fimir fingur opna í Sandgerði

Hársnyrtistofan Fimir fingur, í eigu Guðbjargar Óskarsdóttur, hóf starfsemi sl. föstudag í Sandgerði og hefur verið nóg um að vera hjá stelpunum frá því þær opnuðu. Þær Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Agatha Marta starfa hjá Guðbjörgu á Fimum fingrum. Jóhanna er hársnyrtir en Agatha er nagla- og förðunarfræðingur.

Hársnyrtistofan er staðsett við Vitatorg í Sandgerði við hliðina á veitingastaðnum Mamma Mía. Opið er alla virka daga frá kl. 10-17 og um helgar eftir samkomulagi. „Við verðum hugsanlega með opið á fimmtudagskvöldum til kl. 21 ef það reynist vel,“ sagði Guðbjörg í samtali við Víkurfréttir.

Fimir fingur hafa einnig til sölu hársnyrtivörurnar frá Indola og þá er einnig hægt að versla þar andlitsfarða, maskara, gloss ásamt hársnyrtivörum á borð við teygjur og spennur frá 4 Dot.

VF-mynd/ [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024