Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Festa lífeyrissjóður: Ávöxtun 8,8% árið 2007
Þriðjudagur 1. apríl 2008 kl. 16:55

Festa lífeyrissjóður: Ávöxtun 8,8% árið 2007

Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs, sem ersameinaður sjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands, var 8,8% á árinu 2007, sem jafngildir 2,9% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun, þegar tillit er tekið til rekstarkostnaðar er 2,8%. Afkoma sjóðsins verður að teljast afar góð í ljósi þeirra miklu lækkana sem urðu á bæði innlendum og erlendum hlutabréfum síðla árs 2007.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Í árslok 2007 var hrein eign til greiðslu lífeyris um 55,3 milljarðar og hækkaði hún um 6,7 milljarða, eða 13,7% á milli ára. Iðgjöld ársins námu 3.5 milljörðum, sem er rúm 24% aukning frá fyrra ári. Til sjóðsins greiddu á árinu um 16 þúsund sjóðfélagar hjá 1.934 launagreiðendum. Lífeyrisgreiðslur námu 1.3 milljörðum, en það er tæp 13% hækkun frá fyrra ári. Lífeyrisþegar voru 4.524.

 

Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára er 7,9% og er þá ávöxtun þeirra sjóða sem að Festu lífeyrissjóði standa, hlutfölluð m.v. hreina eign þeirra í lok áranna 2003-2005.

 

Ávöxtun séreignardeildar sjóðsins var 5,6%, sem jafngildir -0,2% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun var -0,3%. Eignir séreignardeildar eru allar gerðar upp á markaðskröfu. Hrein eign séreignardeildar var 131 milljón í árslok.

 

Í árslok 2007 voru 51% fjárfestinga sjóðsins með breytilegum tekjum (hlutabréf og sjóðir), 48% með föstum tekjum (skuldabréf) og 1% í bundnum innlánum. Rúm 26% fjárfestinga var í erlendri mynt.

 

Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem miðast við stöðu sjóðsins í lok árs 2007 eru eignir sjóðsins 12,5% umfram áfallnar skuldbindingar og 3,2% umfram heildarskuldbindingar. Verður þetta að teljast nokkuð traust staða, en sjóðurinn jók réttindi sjóðfélaga í upphafi árs 2007.

 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lífeyrissjóðnum Festu.