Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn
Ferðamenn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Laugardagur 17. október 2015 kl. 11:00

Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn

Það hefur vart farið fram hjá aðilum í ferðaþjónustu að skattumhverfi þeirra er að breytast töluvert nú um áramótin.

Undanfarið hefur KPMG staðið fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt fyrir þessa aðila og er ljóst að margir aðilar átta sig ekki á umfangi þeirra breytinga sem gera þarf bæði á bókhaldi og verklagi í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja s.s. vegna útgáfu á þjónustubeiðnum (e. voucher) fyrir dagsferðum sem og innheimtu á gjaldi fyrir pakkaferðir sem samanstanda af margvíslegum tegundum afþreyingar og þjónustu. Einnig virðist ríkja ákveðinn misskilningur hjá ferðaþjónustuaðilum varðandi það skatthlutfall sem þeim beri að innheimta. Margir halda að ferðaþjónustan sé að fara að innheimta 11% af öllu sem verið er að bjóða uppá og að það séu að koma sérstakar reglur um ferðaþjónustuna frá ríkisvaldinu.

Á námskeiðinu sem KPMG heldur næstkomandi mánudag frá kl. 9:00-12:00 að Krossmóa 4a er farið yfir þessi atriði og þessi misskilningur leiðréttur ásamt því sem farið er yfir hvernig eigi að gefa út reikninga fyrir pakkaferðum og í hvaða skatthlutföllum ýmiss konar þjónusta er. Einnig er fari yfir hvernig breyta þurfi bókhaldi og hvort gera þurfi breytingar á bókunarkerfum sem verið er að nota.  

Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á www.kpmg.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024