Fer hvert á land sem er
Sumrin eru tími ferðalaga. Fólk bregður sér upp til fjalla, á sveitaböllin og í styttri dagsferðir. Einar Kr. Þorsteinsson er ungur athafnamaður úr Grindavík sem hefur sl. tvö ár leigt út 14 manna bifreið fyrir smærri hópa sem vilja gera sér dagamun.
„Þetta er Ford Econoline 1999 og í honum er mjög gott hljóðkerfi fyrir þá sem vilja hafa svolítið stuð á ferðalaginu. Ég keypti bílinn í maí í fyrra og reksturinn hefur gengið þokkalega. Ég hef tekið eftir aukningu á milli ára þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið“, segir Einar.
Einar er nú í samstarfi við fyrirtæki sem heitir iceland-discovery.com en það skipuleggur ferðir fyrir útlendinga. Að sögn Einars hefur samstarfið gengið mjög vel fram að þessu.
„Ég geri fólki tilboð og er einnig með fastar ferðir. Ég fer hvert á land sem er og hef jafnvel verið að hugsa um að bjóða uppá ferðir erlendis fyrir 10 manna hópa sem tækju kannski 7-14 daga með viðkomu í hinum ýmsu löndum. Ég gæti trúað það yrði spennandi kostur fyrir vinahópa sem vilja prófa eitthvað nýtt.“
Erlendir ferðamenn hafa verið stærsti viðskiptavinahópur Einars fram að þessu en Íslendingar eru farnir að komast upp á lagið með að nota sér þessa þjónustu. „Þetta er ódýr og góður ferðamáti og mjög hentugur fyrir steggja- og gæsateitin, óvssuferðirnar eða bara á sveitaballið“, segir Einar en þess má geta að fólk getur fengið Einar til að skipuleggja ævintýralegar ferðir fyrir sig, eða sett séð sjálft um þá hlið málsins.
„Þetta er Ford Econoline 1999 og í honum er mjög gott hljóðkerfi fyrir þá sem vilja hafa svolítið stuð á ferðalaginu. Ég keypti bílinn í maí í fyrra og reksturinn hefur gengið þokkalega. Ég hef tekið eftir aukningu á milli ára þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið“, segir Einar.
Einar er nú í samstarfi við fyrirtæki sem heitir iceland-discovery.com en það skipuleggur ferðir fyrir útlendinga. Að sögn Einars hefur samstarfið gengið mjög vel fram að þessu.
„Ég geri fólki tilboð og er einnig með fastar ferðir. Ég fer hvert á land sem er og hef jafnvel verið að hugsa um að bjóða uppá ferðir erlendis fyrir 10 manna hópa sem tækju kannski 7-14 daga með viðkomu í hinum ýmsu löndum. Ég gæti trúað það yrði spennandi kostur fyrir vinahópa sem vilja prófa eitthvað nýtt.“
Erlendir ferðamenn hafa verið stærsti viðskiptavinahópur Einars fram að þessu en Íslendingar eru farnir að komast upp á lagið með að nota sér þessa þjónustu. „Þetta er ódýr og góður ferðamáti og mjög hentugur fyrir steggja- og gæsateitin, óvssuferðirnar eða bara á sveitaballið“, segir Einar en þess má geta að fólk getur fengið Einar til að skipuleggja ævintýralegar ferðir fyrir sig, eða sett séð sjálft um þá hlið málsins.