Fékk Evrópuferð fyrir tvo á Jólalukku Víkurfrétta
Helga Stefánsdóttir úr Njarðvík hafði lukkuna með sér fyrir jólin. Hún verslaði á Suðurnesjum og fékk að launum skafmiða, jólalukku Víkurfrétta. Þegar hún skóf af miðanum kom í ljós Evrópuferð fyrir tvo með Flugleiðum.Það er nýr umboðsaðili Úrvals Útsýnar í Keflavík, SBK, sem afgreiðir gjafabréfin á Evrópuferðir Flugleiða. Helga kom þangað um helgina til að fá afhent gjafabréfið sitt. Hún hefur ekki ákveðið hvert hún ætlar með Flugleiðum.
Sextán utanlandsferðir voru í boði í jólalukku Víkurfrétta og þegar hafa gefið sig fram vinningshafar fyrir rúmum helmingi ferðanna. Þess má geta að allir 25.000 miðarnir í Jólalukkunni fóru út fyrir jól og allar utanlandsferðirnar því í umferð. Reyndar leynast nokkrir miðar ennþá í Tímariti Vikurfrétta á blaðsölustöðum og því aldrei að vita hvort ekki leynist Evrópuferð í TVF á næsta blaðsölustað. Það er aðeins ein leið til að komast að því...
Sextán utanlandsferðir voru í boði í jólalukku Víkurfrétta og þegar hafa gefið sig fram vinningshafar fyrir rúmum helmingi ferðanna. Þess má geta að allir 25.000 miðarnir í Jólalukkunni fóru út fyrir jól og allar utanlandsferðirnar því í umferð. Reyndar leynast nokkrir miðar ennþá í Tímariti Vikurfrétta á blaðsölustöðum og því aldrei að vita hvort ekki leynist Evrópuferð í TVF á næsta blaðsölustað. Það er aðeins ein leið til að komast að því...