Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fatnaður frá Mýr á markað á Indlandi
Fimmtudagur 14. júlí 2016 kl. 12:50

Fatnaður frá Mýr á markað á Indlandi

Fatnaður frá Mýr design á Ásbrú fer brátt á markað á Indlandi. Fulltrúar Mýr design fara til Nýju Delí á Indlandi í lok þessa mánaðar og taka þátt í þriggja daga viðburði á vegum íslenska sendiráðsins á Indlandi og Midori, fyrirtækisins sem sér um innflutning á fatnaði Mýr á Indlandi. Að sögn Bjarkar Þorsteinsdóttur, hluthafa í Mýr design, verður skrifað undir samninga við Midori í ferðinni og verða það fyrstu samningarnir á milli Íslands og Indlands sem gerðir eru á vegum Indversk-íslenska verslunarráðsins sem nýlega var stofnað. Það er með aðsetur í íslenska sendiráðinu á Indlandi. Ráðinu stýrir Julie Deb sem einnig er eigandi Midori og fráfarandi formaður FICCI, félags kvenna í atvinnulífinu á Indlandi en þær taka einnig þátt í viðburðinum.

„Þetta er mjög spennandi verkefni og einstaklega ánægjulegt að taka þátt í því á tíu ára afmæli Mýr.  Mýr „kjóllinn" sem var fyrsta hönnun fyrirtækisins hefur ekkert breyst þessi tíu ár og er því tímalaus klassík er nú á leið til indverskra kvenna sem skipta milljónum,“ segir hún.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Mýr design er framleiddur fatnaður sem hannaður er af Helgu Björgu Steinþórsdóttur. Vinnastofa og verslun Mýr design er í frumkvöðlasetnrinu á Ásbrú.