Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Fasteignamarkaður: Góð viðbrögð við raðhúsum við Akurbraut
Þriðjudagur 26. september 2006 kl. 08:53

Fasteignamarkaður: Góð viðbrögð við raðhúsum við Akurbraut

Fasteignakaupendur á Suðurnesjum hafa sýnt íbúðum í raðhúsum við Akurbraut í Innri Njarðvík áhuga. Fyrstu átta íbúðirnar af 20 sem eru í byggingu við götuna fóru í sölu á dögunum. Er skemmst frá því að segja að íbúðirnar átta eru seldar.

Meistarahús ehf. er að byggja 20 íbúðir í 5 raðhúsum við Akurbraut í Njarðvík og eru 8 fullbúnar að öllu leiti. Íbúðunum fylgir, auk þeirra tækja sem venja ber, ísskápur, uppvöskunarvél, örbylgjuofn, þvottavél og þurrkari.

Þetta fyrirkomulag í sölu nýbygginga er þekkt erlendis og er að ryðja sér til rúms hér heima. Ekki ónýtt að vera laus við að burðast með gömlu þvottavélna í hvert skipti sem maður flytur.

Einar Guðberg hjá Meistarahúsum sagði að viðbrögðin við fyrstu 8 íbúðunum hafi verið mjög góð enda um jarðbundið verð að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024