Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fasteignamarkaður: 15 kaupsamningar í maí
Mánudagur 7. júní 2010 kl. 09:06

Fasteignamarkaður: 15 kaupsamningar í maí


Alls var 15 fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í maí síðastliðnum. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli og 8 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 307 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna.
Þetta er nokkru minni velta en í sama mánuði 2009 þegar 22 kaupsamningum var þinglýst í Reykjanesbæ með veltu upp á 445 milljónir króna.

Fasteignamarkaðurinn tekur þó kipp frá síðasta mánuði þegar einungis sjö kaupsamningum var þinglýst allan mánuðinn með veltu upp á 116 milljónir króna.

Til samanburðar við önnur svæði á landsbyggðinni þá var 24 kaupsamningum þinglýst á Akureyri í síðasta mánuði, sex samningum á Árborgarsvæðinu og fimm á Akranes.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.