Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar um 12% á milli ára
Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 08:59

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar um 12% á milli ára

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 25% í desembermánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 62 þúsund farþegum árið 2002 í rúmlega 77 þúsund farþega nú.  Mest vegur fjölgun farþega til og frá Íslandi sem er tæplega 27% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði engu að síður um 19% á sama tíma.  Þetta er annar mánuðurinn í röð sem skiptifarþegum fjölgar eftir fækkun mánuðina á undan.

Farþegum á leið um Flugstöðina fjölgaði jafnt og þétt á árunum 1989 – 2001, en sú þróun breyttist í einum vetfangi með hryðjuverkunum 11. september.  Eftir fækkun farþega 2001 og 2002 hefur þróunin nú snúist við og fór fjölgun farþega á árinu 2003 fram úr björtustu vonum.  Alls fjölgaði farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar um rúmlega 12% á milli ára, eða úr tæplega 1.220 þúsund farþegum árið 2002 í tæplega 1.370 þúsund farþega nú. Farþegum fjölgaði því um tæp 150 þúsund á síðasta ári samanborið við árið 2002.  Fjölgun farþega til og frá landinu var rúmlega 18%, en fækkun skiptifarþega var tæplega 12%. 

Vísbendingar eru um enn frekari fjölgun farþega á nýju ári einkum vegna aukins áætlunarflugs bæði hjá Icelandair og Iceland Express. Því er reiknað með að í lok árs 2004 verði farþegafjöldi kominn í sama horf og þegar hann var sem mestur árið 2000, eða í um 1.460 þúsund farþega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024