Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Farþegum Icelandair fjölgaði um 14 prósent í fyrra
Mánudagur 10. janúar 2011 kl. 18:47

Farþegum Icelandair fjölgaði um 14 prósent í fyrra

Farþegum Icelandair fjölgaði um ríflega 14% á nýliðnu ári frá árinu 2009. Um ein og hálf milljón farþega með félaginu á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem vitnað er til á ruv.is.

Þar kemur einnig fram að sætanýtingin var rúmlega 78%, sem sé sú besta í sögu félagsins. Icelandair áætlar að auka ferðaframboð sitt um 17% á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024