Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

 Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 15,7%
Mánudagur 25. júlí 2005 kl. 10:06

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 15,7%

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní í ár í samanburði við júní á síðasta ári. Framboð félagsins jókst um 24,3% og salan um 23,3% þannig að sætanýting varð 82,3% í mánuðinum, um hálfu prósentustigi lægri en í fyrra, þegar hún var 82,9%. Á fyrri helmingi ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 12,7% milli ára, þeir eru nú 668 þúsund, en voru 593 þúsund á sama tíma í fyrra. Sætanýting hefur aukist um 2,6 prósentustig, en framboðið á fyrstu sex mánuðunum var aukið um 12,3% frá því á árinu 2004.

Flutningar hjá Icelandair Cargo voru 3,2% minni í júní í ár en í fyrra og hafa dregist saman um 0,3% á fyrstu sex mánuðum ársins. Viðskiptablaðið greinri frá þessu á vef sínum fyrir helgi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024