Farþegum Flugleiða fækkar milli ára
Farþegar Flugleiða, Icelandair, voru 14,3% færri í maí síðast liðnum en í sama mánuði í fyrra. Þessi fækkun er líkt og á fyrri mánuðum ársins fyrst og fremst á Norður-Atlantshafsmarkaðnum, en þar fækkaði farþegum félagsins um liðlega 27%. Farþegum til og frá Íslandi í fækkaði í maí um 4,0% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands í morgun.
Sætaframboð Icelandair í maí var 8,9% minna en í sama mánuði 2002 og sætanýting versnaði því um 6,1 prósentustig.
Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs árs fækkaði farþegum um rúm 11%. Það er eingöngu rakið til tæplega 30% fækkunar Norður-Atlantshafsfarþega. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 1,9% fyrstu fimm mánuði ársins. Sætanýting fyrstu fimm mánuði ársins versnaði um 6 prósentustig. Eitt af markmiðum félagsins er að auka það hlutfall farþega sem ferðast með félaginu á leiðum til og frá Íslandi. Fyrstu fimm mánuði ársins var þetta hlutfall 66% en var um 57% á sama tímabili 2002.
Fram kemur ennfremur í tilkynningi að farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 2,9% í maí og hefur fjölgað um tæp 6% það sem af er ári. Sætanýting félagsins hefur sömuleiðis batnað. Farþegar Flugfélags Íslands fyrstu fimm mánuði ársins voru tæplega 106 þúsund, en voru um 100 þúsund á sama tímabili í fyrra.
Þá segir að í maí hafi Flugleiðir Frakt flutt .524 tonn sem er 4,9 % minna en í maí í fyrra, og fyrstu fimm mánuði ársins eru flutningar félagisns 11.463 tonn, sem er 4,5% minna en á sama tímabili í fyrra.
Sætaframboð Icelandair í maí var 8,9% minna en í sama mánuði 2002 og sætanýting versnaði því um 6,1 prósentustig.
Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs árs fækkaði farþegum um rúm 11%. Það er eingöngu rakið til tæplega 30% fækkunar Norður-Atlantshafsfarþega. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 1,9% fyrstu fimm mánuði ársins. Sætanýting fyrstu fimm mánuði ársins versnaði um 6 prósentustig. Eitt af markmiðum félagsins er að auka það hlutfall farþega sem ferðast með félaginu á leiðum til og frá Íslandi. Fyrstu fimm mánuði ársins var þetta hlutfall 66% en var um 57% á sama tímabili 2002.
Fram kemur ennfremur í tilkynningi að farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 2,9% í maí og hefur fjölgað um tæp 6% það sem af er ári. Sætanýting félagsins hefur sömuleiðis batnað. Farþegar Flugfélags Íslands fyrstu fimm mánuði ársins voru tæplega 106 þúsund, en voru um 100 þúsund á sama tímabili í fyrra.
Þá segir að í maí hafi Flugleiðir Frakt flutt .524 tonn sem er 4,9 % minna en í maí í fyrra, og fyrstu fimm mánuði ársins eru flutningar félagisns 11.463 tonn, sem er 4,5% minna en á sama tímabili í fyrra.