Farþegum fjölgar á ný, dvínandi áhrif hryðjuverkanna vestra
Farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar verða að líkindum orðnir álíka margir í lok ársins 2004 og á árinu 2000, fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Farþegum um flugstöðina fjölgaði stöðugt 1989-2001 en fækkaði verulega eftir 11. september 2001 og á árinu 2000.
Á árinu 2003 fór farþegum að fjölga á ný eða um 12% miðað við árið þar á undan. fjölgun um 150 þúsund manns. Í ár er gert ráð fyrir að svipaður fjöldi farþega eigi leið um Flugstöðina og 2000, þegar þeir voru 1.460 þúsund talsins. Þetta kom fram á aðalfundi Flugstöðvarinnar í gær.
Gert er ráð fyrir því að farþegafjöldi í Flugstöðinni tvöfaldist á næstu tíu til ellefu árum og verði þá hátt í þrjár milljónir á ári. Enn fjölgi næstu fimmtán árin þar á eftir og Flugstöðvarfarþegar verði orðnir 4,4 milljónir talsins á árinu 2025, að mati breska ráðgjafarfyrirtækisins BAA plc.
Stjórn Flugstöð Leifs Eiríkssonar ákvað að bregðast við fjölgun farþega með því að ráðast í framkvæmdir við að stækka flugstöðvarbygginguna, breyta skipulagi innan dyra og fjölga bílastæðum í tveimur áföngum á árunum 2004 og 2005. Heildarkostnaður er áætlaður 1.150 milljónir króna á árunum. Nýr og rýmri innritunarsalur verður tekinn í notkun strax á komandi vordögum.
Á árinu 2003 fór farþegum að fjölga á ný eða um 12% miðað við árið þar á undan. fjölgun um 150 þúsund manns. Í ár er gert ráð fyrir að svipaður fjöldi farþega eigi leið um Flugstöðina og 2000, þegar þeir voru 1.460 þúsund talsins. Þetta kom fram á aðalfundi Flugstöðvarinnar í gær.
Gert er ráð fyrir því að farþegafjöldi í Flugstöðinni tvöfaldist á næstu tíu til ellefu árum og verði þá hátt í þrjár milljónir á ári. Enn fjölgi næstu fimmtán árin þar á eftir og Flugstöðvarfarþegar verði orðnir 4,4 milljónir talsins á árinu 2025, að mati breska ráðgjafarfyrirtækisins BAA plc.
Stjórn Flugstöð Leifs Eiríkssonar ákvað að bregðast við fjölgun farþega með því að ráðast í framkvæmdir við að stækka flugstöðvarbygginguna, breyta skipulagi innan dyra og fjölga bílastæðum í tveimur áföngum á árunum 2004 og 2005. Heildarkostnaður er áætlaður 1.150 milljónir króna á árunum. Nýr og rýmri innritunarsalur verður tekinn í notkun strax á komandi vordögum.