Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Farþegum fjölgaði um 21% í nóvember
Föstudagur 10. desember 2010 kl. 08:46

Farþegum fjölgaði um 21% í nóvember

Farþegum með Icelandair fjölgaði um 21% í nóvember samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í flutningstölum um nóvember sem félagið hefur sent frá sér.

Fjöldi farþega með Icelandair í nóvember var tæplega 95.000 á móti tæplega 78.500 farþegum í sama mánuði í fyrra. Hvað árið í heild varðar hefur farþegum með Icelandari fjölgað um 14% en þeir voru orðnir tæplega 1,4 milljónir talsins í lok nóvember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegum í innanlandsflugi fækkaði hinsvegar um 1% í nóvember m.v. sama mánuð í fyrra og voru þeir tæplega 27.400 talsins. Í heild hefur farþegum í innlandsfluginu fækkað um 7% á árinu en þeir voru orðnir tæplega 319.000 í lok nóvember.