Farþegamet hjá Icelandair
Icelandair setti farþegamet árið 2015 og voru farþegar alls 3,1 milljón talsins. Þeim fjölgaði um átján prósent milli ára. Sætanýting hefur þá aldrei verið hærri og var 83,1 prósent.
Í tilkynningu frá Icelandair og birt er á mbl.is segir að farþegar í desember hafi verið 185 þúsund talsins og voru þeir 16 prósentum fleiri en í desember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 15 prósentum og sætanýting var 79,2 prósent samanborið við 78,7 prósent í desember 2014.