Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fækkun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 10:34

Fækkun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um tæp 9% í apríl miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 130 þúsund farþegum árið 2004 í tæpa 119 þúsund farþega nú. Þetta kemur fram á heimasíðu flugstöðvarinnar.

Fækkun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 7% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um rúm 16%.  Helsta ástæða fækkunar farþega nú í apríl miðað við í apríl í fyrra er talin sú að páskarnir voru fyrr í ár heldur en í fyrra, þ.e. í mars í stað apríl árið 2004. 

Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um rúmlega 9% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2004, eða úr rúmlega 382 þúsund farþegum í rúma 418 þúsund farþega.

Heimasíða Flugstöðvarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024