Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 15. nóvember 2001 kl. 09:40

Eru með umboð fyrir listamenn

Blóm kerti og mikið úrval af gjafavöru er að finna í Blómabúðinni Sóldögg við Víkurbraut 60 í Grindavík. Sólveig Óladóttir og Ásgerður Karlsdóttir reka verslunina saman og að sögn Ásgerðar gengur verslunin ágætlega enda vöruúrvalið gott. Þar er einnig móttaka fyrir Efnalaug Suðurnesja sem fólk nýtir sér mjög vel.
„Við fluttum í þetta húsnæði í október 1999 og stækkuðum þá við okkur og jukum vöruúrvalið. Við erum búnar að fá umboð frá ýmsum listakonum t.d. Siddý, Hildi og Guðfinnu og fleiri eru að bætast við“, segir Ásgerður.
Þegar gengið er um verslunina má sjá mikið af fallegum hlutum t.d. lampa, myndir, engla, trévörur, kristalsglös og kerti frá Jöklaljósum svo eitthvað sé nefnt að ógleymdum afskornum blómum. Dömurnar í Sóldögg eru með allt fyrir jólaskreytingarnar; greinar, leiðisgreinar, kertaskreytingar, aðventukransa og allt sem þarf til skreytinga og aðventukransagerða. Þær bjóða einnig upp á tilsögn í gerð þeirra.
Ásgerður og Sólveig eru byrjaðar að taka upp jólavörurnar og kennir þar ýmissa grasa og þær vona að Grindvíkingar nýti sér þessa þjónustu í heimabyggð.
Opnunartími Blómabúðarinnar er alla virka daga frá klukkan 10-12 og 13-18 á laugardögum frá klukkan 13-18 og á sunnudögum frá klukkan 13-17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024