Er fyrirtækið þitt grænt?
Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun mun segja frá græna hagkerfinu og þeim skrefum sem fyrirtæki geta tekið til þess að verða grænni á hádegisfyrirlestri Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja í hádeginu í dag.
Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir í dag og því mikilvægt að fyrirtæki fylgi þeirri þróun og séu upplýstari um hvaða áhrif fyrirtæki geta haft á umhverfið.
Fyrirlesturinn er haldinn að Krossmóa 4, 5. Hæð og stendur frá kl. 12 – 13. Boðið er upp á kaffi og snarl á staðnum.