Enn fjölgar gistinóttum á Suðurnesjum
Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgaði um 13% í desember 2014 frá árinu áður. Gistinóttum fjölgaði mest á Suðurlandi miðað við allt árið í fyrra eða um 27% en þar á eftir fjölgaði gistinóttum meðst á Suðurnesjum eða um 21% á milli ára.
Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum Hagstofunnar um gistinætur á hótelum á Íslandi. Þar kemur fram að gistinóttum yfir allt landið fjölgaði um 14% í desember 2014 miðað við desember 2013 og um 13% milli ára ef tölur fyrir allt árið eru bornar saman.
Nýting á hótelherbergjum var um 42% í desember sl. miðað við um 60% nýtingu yfir allt árið. Suðurnes eru næst á eftir höfuðborgarsvæðinu varðar nýtingu á gistirýmum yfir allt árið en það var með 84,3% nýtingu fyrir 2014.