Enn ein viðurkenningin til Bláa lónsins
Gæðaverðlaun Ferðaskrifstofu Íslands voru veitt í annað sinn nýlega en með þeim er verið að umbuna þeim fyrirtækjum sem veittu framúrskarandi þjónustu á árinu 2001-2002. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Bláa lónið.Fyrirtækin Fjallamenn og Íslandsflakkarar komu best út úr könnun ferðaskrifstofunnar. Viðurkenningar hlutu; Bláa Lónið, veitingahúsið við Fjöruborðið, Grand Hótel Reykjavík, Radisson SAS Hótel Saga og Hótel Borg.
Tilgangur með gæðaverðlaununum er að umbuna þeim ferðaþjónustuaðilum sem standa sig vel og að auka gæðastarf með eftirliti og aukinni eftirfylgni.
Tilgangur með gæðaverðlaununum er að umbuna þeim ferðaþjónustuaðilum sem standa sig vel og að auka gæðastarf með eftirliti og aukinni eftirfylgni.