Engir útistandandi reikningar ógreiddir hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja skuldar enga útistandandi reikninga, opinber gjöld, lífeyrissjóði né annað. Á síðustu tveimur árum hefur verið leitað allra leiða til að hagræða í rekstri og auka tekjur stöðvarinnar. Þessi vinna er að skila sér og það lítur úr fyrir jákvæða niðurstöðu á rekstri fyrirtækisins vegna ársins 2010, segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu í fjölmiðlum hefur framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sent frá sér tilkynningu með upplýsingum um að lán stöðvarinnar séu bæði í erlendum gjaldeyri og íslensku krónum. Greitt hefur verið af þeim lánum stöðvarinnar sem eru í íslenskri mynt en vextir af erlendum lánum. Þetta var gert í fullu samráði við lánadrottin fyrirtækisins, segir í tilkynningunni.