Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Engin fyrirspurn frá Ryanair til Keflavíkurflugvallar
Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 09:04

Engin fyrirspurn frá Ryanair til Keflavíkurflugvallar

Engin fyrirspurn vegna lendingargjalda eða annarrar afgreiðslu hefur borist flugstjórninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá breska flugfélaginu Ryanair. Helgi Jóhannsson, fyrrum forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar og stofnandi Sumarferða,sem ætla að fljúga með Íslendinga í leiguflugi til sólarlanda, hefur látið að því liggja að lággjaldaflugfélagið Ryanair hafi áhuga á flugi hingað til lands. ,,Við höfum ekkert heyrt frá Ryanair og staðhæfingar Helga Jóhannssonar koma okkur á óvart," segir Ómar Ingvarsson, staðgengill flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli.Ryanair er þekkt fyrir að halda öllum kostnaði í lágmarki og kýs því að lenda á litlum og óþekktum flugvöllum sem krefjast ekki jafn hárra lendingargjalda og tíðkast á stærri völlum. Ómar Ingvarsson segir að ekki komi til greina að semja,hvorki við Ryanair eða önnur flugfélög, um afslátt á lend- ingargjöldum. ,,Við höfum enga heimild til þess. Gjöldin eru bund- in í lög og allir sitja við sama borð," segir hann.

Lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli eru nú sjö dollarar og fimm sent á hvert tonn. Meðalþota vegur um 66 tonn og því kostar það hana um 35 þúsund krónur að lenda í Keflavík. Ómar Ingvarsson segir að þetta sé með lægstu gjaldskrám sem þekkist enda hafi lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli verið óbreytt frá árinu 1989. ,,Til samanburðar má geta þess að lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli eru tíu dollarar á tonnið," segir hann.

Auk lendingargjalda verða flugfélög að greiða afgreiðslugjöld til fyrirtækja sem veita slíka þjónustu en þau eru nokkur á Keflavíkurflugvelli og fyrir bragðið samkeppni um verð. Sá kostnaður getur reynst flugfélögunum snöggtum meiri en sjálf lendingargjöldin.

Fréttablaðið greinir frá í morgun.

Ljósmynd: Mats
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024