Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Engin ástæða að hengja haus þó Herinn fari
Fimmtudagur 28. september 2006 kl. 10:22

Engin ástæða að hengja haus þó Herinn fari

Þeir bræður Valþór S. Jónsson og Arnoddur Jónsson hafa nýverið stofnað alhliða verktakafyrirtæki undir nafninu Rafvík verktakar ehf. Þeir hafa báðir unnið hjá Varnarliðinu til fjölda ára en þegar ljóst var í hvað stefndi ákváðu þeir að fara út í eigin rekstur til að mæta þeim breytingum sem brotthvarf Varnarliðsins hafði í för með sér.


Megináherslur þeirra verða í rafiðnaði við nýlagnir, viðhald og viðgerðir, þó þeir taki flest annað að sér líka. Í góðærinu á byggingarmarkaði hefur verið erfitt að fá önnum kafna iðnaðarmenn í ýmislegt smálegt og hyggast þeir félagar bæta úr því, t.d. ef gera þarf við dyrasíma eða ljós.

„Menn verða auðvitað að reyna að bjarga sér, það þýðir ekkert annað. Uppsagnarfresturinn rennur út um mánaðamótin og það verður eitthvað að taka við. Það er nokkuð um iðnaðarmenn í þeim hópi sem nú missir vinnuna og þeir eru sumir hverjir að stofna fyrirtæki til að bregðast við breyttum aðstæðum.  Margt af þessu fólki er á besta aldri með fulla starfsorku, sumir hafa að einhverju að hverfa og aðrir ekki. Það er þá helst elsta starfsfólkið sem situr eftir, sem er nöturlegt eftir að hafa kannski eytt megninu af starfsæfinni þarna uppfrá. En það er líf eftir Herinn og enginn ástæða til að hengja haus þó hann fari.“ sögðu þeir bræður í samtali við VF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024