Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Endurskipulagningu sparisjóðanna að ljúka
Föstudagur 26. nóvember 2010 kl. 11:44

Endurskipulagningu sparisjóðanna að ljúka


Endurskipulagning sparisjóða hefur staðið yfir um nokkurn tíma. Telur Seðlabanki Íslands að þeirri vinnu fari brátt að ljúka en Seðlabanki Íslands var helsti kröfuhafi fimm þeirra. Á það sér rætur í gjaldþroti Sparisjóðabanka Íslands hf. í mars árið 2009, en þá var Seðlabankanum gert að yfirtaka innstæður sparisjóða hjá Sparisjóðabankanum.

Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þann 5. nóvember sl. náðu slitastjórn Sparisjóðsins í Keflavík og SpKef sparisjóður samkomulagi um uppgjör vegna yfirtöku SpKef sparisjóðs á innstæðum og rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. Samkomulagið felur í sér greiðslu 300 m.kr. til Sparisjóðsins í Keflavík. Gert er ráð fyrir að endurfjármögnun sparisjóðsins ljúki von bráðar og mun sparisjóðurinn uppfylla eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands.