Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Endurskipulagning hjá Toyota Reykjanesbæ
Föstudagur 28. janúar 2011 kl. 09:17

Endurskipulagning hjá Toyota Reykjanesbæ

Toyota Reykjanesbæ hefur verið í endurskipulagningu og sameinað þjónustuverkstæðið og varahlutadeildina. Í þessari endurskipulagningu voru skipaðir nýir stjórnendur verkstæðisins en Ævar Ingi Guðbergsson var skipaður yfirmaður. Ævar hefur starfaði hjá fyrirtækinu um tíma en einnig kom fyrrverandi eigandi SBK til liðs við fyrirtækið, Ólafur Guðbergsson.

Ólafur var annar eigandi SBK um langan tíma en ákvað að selja sinn hlut á síðasta ári og meðeigandi Ólafs var á sama máli. „Við ákváðum bara að selja þetta í sameiningu en ég starfaði áfram hjá fyrirtækinu fram til september á síðasta ári,“ en var ekkert búinn plana hvað hann hugðist gera í framhaldinu. Við breytingar á verkstæði Toyota opnaðist staða og Ólafur stökk á hana og líkar vel.

Verulega hefur dregist saman í sölu á nýjum bílum á síðustu árum og seldust aðeins 35 nýir bílar á síðasta ári á móti um 500 nýjum bílum árið 2007. Þetta er um 90% samdráttur í sölu nýrra bíla en Toyota Reykjanesbæ seldi þó um 750 bíla, notaða og nýja á liðnu ári. „Það er auðvitað samdráttur alls staðar en samdrátturinn hjá okkur í seldum bílum, bæði notuðum og nýjum var um 60%,“ sagði Ævar Ingólfsson, framkvæmdastjóri Toyota Reykjanesbæ.

Með samdrætti á sölu nýrra bíla minnkar á móti þjónustuskoðunum enda færri bílar í ábyrgð á götunum. „Við erum að fá minna af bílum í þjónustuskoðanir en á móti erum við að fá fleiri bíla í alhliða viðgerðir,“ sagði Ævar. „Mest eru þetta viðgerðir á bremsum, ljósabúnaði og þessháttar en stundum koma fyrir stórvægilegar bilanir og oftar en ekki er því um að kenna að viðhald bílsins sé ábótavant,“ bætti Ævar við að lokum.

[email protected]



Starfsfólk á sameinuðu þjónustuverkstæði og aukahlutadeild Toyota Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024