ELKO opnar verslun í Leifsstöð
ELKO opnaði glæsilega 250m2 verslun á nýju brottfararsvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. apríl sl. Sama dag hóf ELKO einnig rekstur á 80m2 svæði í komuverslun Fríhafnarinnar, svokallaða „búð í búð“, eins og segir á heimsíðu flugstöðvarinnar.
Í tilkynningunni segir að ELKO hafi það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði. Verslunin býður upp á nýjustu raftækin á markaðinum í dag s.s. MP3 spilara, myndavélar, hljómtæki, GSM síma og margt fleira. Í versluninni eru aðeins hágæðavörur frá framleiðendum eins og Apple, Nokia, Sony Ericsson, AEG Electrolux, Sony, Philips, Canon og fleirum.
Hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Fríhöfninni ehf. en með þessu er Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. að stuðla að frekari rekstri einkaaðila á starfssvæði sínu.
Einnig eru tölvuvörur á boðstólum í flugstöðinni í fyrsta sinn.
Af vef Flugstöðvarinnar