Ekkert fékkst upp í 2,2 milljarða kröfur
Gjaldþrotaskiptum á félaginu Heiðarbúum ehf., sem var í eigu Steinþórs Jónssonar og Sverris Sverrissonar, er lokið. Ekkert fékkst greitt upp í kröfur sem alls nema um 2,2 milljörðum króna. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu.
Félagið Heiðarbúar ehf. var úrskurðað gjaldþrota í mars 2012 en skiptum var lokið 3. febrúar sl.
Í ársreikningi félagsins frá árinu 2008 kemur fram að 44,8 milljóna króna tap hafi verið á rekstrinum og var eigið fé neikvætt um 47,4 milljónir króna. Félagið skuldi þá 427 milljónir króna.
Félagið átti hlut í Berginu ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2011, og Fasteignafélagi Suðurlands, sem einnig varð gjaldþrota sama ár.
Í ársreikningi Heiðarbúa frá árinu 2010 kemur fram að enginn rekstur hafi verið hjá félaginu á því ári og var 50 prósent eignarhlutur Sverris aðeins skráður, skv. frétt Morgunblaðsins.