Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ekkert fékkst upp í 2,2 millj­arða kröfur
Þriðjudagur 9. febrúar 2016 kl. 21:17

Ekkert fékkst upp í 2,2 millj­arða kröfur

Gjaldþrota­skipt­um á fé­lag­inu Heiðarbú­um ehf., sem var í eigu Steinþórs Jóns­son­ar og Sverr­is Sverris­son­ar, er lokið. Ekk­ert fékkst greitt upp í kröf­ur sem alls nema um 2,2 millj­örðum króna. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu.

Fé­lagið Heiðarbúar ehf. var úr­sk­urðað gjaldþrota í mars 2012 en skipt­um var lokið 3. fe­brú­ar sl.

Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins frá ár­inu 2008 kem­ur fram að 44,8 millj­óna króna tap hafi verið á rekstr­in­um og var eigið fé nei­kvætt um 47,4 millj­ón­ir króna. Fé­lagið skuldi þá 427 millj­ón­ir króna.

Fé­lagið átti hlut í Berg­inu ehf., sem var úr­sk­urðað gjaldþrota árið 2011, og Fast­eigna­fé­lagi Suður­lands, sem einnig varð gjaldþrota sama ár.

Í árs­reikn­ingi Heiðarbúa frá ár­inu 2010 kem­ur fram að eng­inn rekst­ur hafi verið hjá fé­lag­inu á því ári og var 50 pró­sent eign­ar­hlut­ur Sverr­is aðeins skráður, skv. frétt Morgunblaðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024