Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Eitt bókasafnskort á Suðurnesjum
Fimmtudagur 8. september 2011 kl. 07:43

Eitt bókasafnskort á Suðurnesjum


Með tilkomu Gegnis, sameiginlegs bókasafnskerfis flestra bókasafna á Íslandi, hafa möguleikar til samstarfs milli safna aukist til muna. Þessa möguleika hafa almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum nýtt  á undanförnum árum jafnóðum og þau eru komin með safnkost sinn skráðan í Gegni  og nær þetta samstarf nú til allra almenningsbókasafnanna á svæðinu, í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum.  Tilgangurinn með samstarfinu er að auka og bæta þjónustuna við íbúa á Suðurnesjum og veita þeim aðgengi að stærri og fjölbreyttari safnkosti.


Nú nægir að kaupa eitt bókasafnskort og það gildir í öllum almenningsbókasöfnunum á Suðurnesjum.  Lánþegar greiða að öllu jöfnu fyrir skírteinið og endurnýjun þess þar sem þeir eiga lögheimili en gefst nú kostur á að nota skírteinið til að fá lánuð gögn í hinum bókasöfnunum gegn því að hlíta reglur um útlán gagna og gjaldskrá sem gilda á hverju safni fyrir sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á myndinni eru Már Einarsson, Vogum, Hulda Björk Þorkelsdóttir, Reykjanesbæ, Margrét R. Gísladóttir, Grindavík og Kolbrún Þórlindsdóttir, Garði að ganga frá samstarfssamningnum.