„EINSTAKT TÆKIFÆRI FYRIR SUÐURNESJAMENN“
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur fengið heimild til almenns útboðs á stofnfjárhlutabréfum sparisjóðsins og hyggst bjóða almenningi og fyrirtækjum 105 milljónir til kaups. Hvert stofnfjárbréf er 150 þúsund að nafnverði en skv. endurmati stendur hluturinn í kr. 173.521.Víkurfréttir tóku Geirmund Kristinsson sparisjóðsstjóra í stutt spjall:Hvers vegna er Sparisjóðurinn að auka hlutafé sitt?„Sparisjóðurinn er einfaldlega að gera það sama og önnur hlutafélög gera með stofnfjáraukningu, styrkja stöðu sína. Við sóttum um undanþágu og fengum, að ég held fyrstir sparisjóða, heimild til að auka stofnfé bankans með þessum hætti.“Hvernig hagnast hinn almenni borgari á kaupum á stofnfjárhlut í Sparisjóðinum Keflavíkur?„Einn stofnfjárhlutur (150.000) nýtist einstaklingi til skattafrádráttar og tveir hjónum. Arður og endurmat stofnfjár 1998 nam 9,31% sem er samsvarandi u.þ.b 10% vöxtum og miðað við 6 mánaða uppgjör þessa árs er allt útlit fyrir að ekki verði um minni arð að ræða 1999. Þá er geysilegt öryggi fólgið í endurmati stofnfjár sem lögum skv. ber að gera um hver áramót og samsvarar því sem næst verðtryggingu.“ Hvernig fer útboðið fram og hvernig sækir fólk um kaup á stofnfjárhlut?„Þeir aðilar sem þegar eiga hlut í sparisjóðnum eiga forkaupsrétt og rennur frestur þeirra út á morgun, föstudag. Þá þegar getur almenningur og fyrirtæki á Suðurnesjum sem annars staðar skráð sig fyrir stofnfjárhlut. Þjónustufulltrúar sparisjóðsins munu aðstoða þá sem vilja skrá sig fyrir stofnfjárhlut og býður sparisjóðurinn fram aðstoð sína við kaupin með lánveitingu til allt að tveggja ára.“ Áttu von á því að Suðurnesjamenn fjárfesti fyrir 105 milljónir í Sparisjóði Keflavíkur?„Sparisjóðurinn í Keflavík hefur alltaf átt nægjanlegt stofnfé og ég geri fullkomlega ráð fyrir að Suðurnesjamenn nýti sér þetta einstaka tækifæri til fjárfestingar í eigin sparisjóði og hefji þátttöku í rekstri hans. Stofnfjárhlutabréf veitir eiganda þess rétt á að sækja aðalfundi sparisjóðsins og atkvæðarétt á þeim fundum.“ Hvað er stofnfjárhlutabréf:Stofnafjárhlutabréf eru ekki háð markaðssveiflum en gefa góða ávöxtun og eru því vænlegur kostur fyrir langtímafjárfesta. Þau eru bundin við nafn og er sala og annað framsal þeirra óheimilt án heimildar stjórnar. Sparisjóðnum er þó skylt að hafa milligöngu um sölu eða innlausn stofnfjárhluta óski stofnfjáraðili að selja hlut sinn.Endurmat og verðtrygging:Til þess að staða stofnfjáreiganda rýrni ekki er sparisjóðnum heimilt að endurmea stofnfé sjóðsins og greiða inn á stofnfjárreikninga stofnfjáreigenda. Við þetta endurmat er höfð hliðsjón af verðlagsbreytingum og stöðu eigin fjár sparisjóðsins.Fjármagnstekjuskatturinn er 10%Vaxtatekjur af stofnfjárbréfum bera 10% fjármagnstekjuskatt eins og aðrar vaxtatekjur. Stofnfjárbréf ber að telja fram sem eign en eru ekki eignarskattskyld ef samanlögð hlutafjáreign, stofnfjáreign og bankainnistæður eru ekki hærri en kr. 1.260.108 hjá einstaklingum og kr. 2.520.216 hjá hjónum.