Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 12. júlí 2006 kl. 12:05

Einn stærsti fjármálavefur landsins opnar

Þann 10. júlí opnaði einn stærsti fjármálavefur landsins á vefslóðinni M5.is en vefurinn hefur verið lengi í þróun og litlu til sparað við undirbúning hans að sögn aðstandenda. Það er fyrirtækið Vefmiðlun ehf. sem á og rekur vefinn en það félag hefur um árabil rekið nokkur af stærri vefsvæðum landsins.

Umfang vefsins mikið
Á vefnum er að finna ýmiss konar gögn um hlutafélög, gjaldmiðla og annað sem notendur geta nálgast auðveldlega ásamt ítarlegum sögulegum gögnum. Þar má meðal annars bera saman verðþróun margra félaga í einu grafi, bera saman tölur úr milli- eða aðaluppgjöri, skoða kennitölur og fleira slíkt. Innlendar verðbréfavísitölur eiga sinn stað á vefnum þar sem skoða má þróun þeirra aftur í tímann, sjá nákvæma samsetningu þeirra o.fl.

Margt nýtt
Á vefnum er að finna margt sem ekki hefur áður sést hérlendis í tengslum við fjármál og má þar helst nefna gengi mynta sem ekki eru skráðar hjá Seðlabankanum, til dæmis myntir í Suður-Ameríku, Asíu og öðrum heimsálfum sem íslendingar ferðast gjarnan til en hafa átt í erfiðleikum með að nálgast gengi gjaldmiðla. Fréttavakt er á vefnum sem fylgist með innlendum fréttamiðlum á netinu og tengir fréttir þeirra við félög sem fjallað er um og svo mætti áfram telja.

Gengið í símann
Á vefnum er boðið upp á margs konar SMS sendingar í farsíma en notendur geta sett saman sínar eigin SMS þjónustur. Meðal annars er hægt er að fá sent lokagengi félaga, ábendingu um óvenju miklar gengissveiflur innan dags, skeyti þegar frétt birtist um tiltekið félag og margt fleira.

Fróðleikur
Mikið hefur einnig verið lagt í margs konar fróðleik fyrir fagfólk jafnt sem áhugafólk en á vefnum eru skilgreiningar á yfir 200 fjármálahugtökum, ágrip af sögu hlutabréfaviðskipta hérlendis, ítarlegur listi yfir erlendar kauphallir og markaði, upplýsingar um innlenda kauphallaraðila og annað áhugavert. Fróðleikur sem þessi hefur ekki áður verið tekinn saman á einn stað og er því um hagnýtt vefsvæði fyrir fagfólk og nemendur á öllum stigum náms að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024