Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Eimskip kaupir Skipaafgreiðslu Suðurnesja
Mánudagur 10. nóvember 2003 kl. 10:35

Eimskip kaupir Skipaafgreiðslu Suðurnesja

Gengið hefur verið frá kaupum Eimskips ehf. á öllu hlutafé í Skipaafgreiðslu Suðurnesja og miðast kaupin við 1. janúar 2004.  Markmiðið með kaupunum er að styrkja markaðsstöðu Eimskips á Suðurnesjum og auka hagræðingu í rekstri landflutninganetsins með samnýtingu tækja og bættu skipulagi aksturs.  Skipaafgreiðsla Suðurnesja er 40 ára rótgróið fyrirtæki með sterka markaðsstöðu á Suðurnesjum.
Starfsemi Skipaafgreiðslu Suðurnesja er í dag umboðs- og afgreiðslustarfsemi, skipaafgreiðsla, landflutningar og vörudreifing, saltdreifing og útleiga tækja.  Framkvæmdastjóri verður áfram Jón Norðfjörð. 

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun samnings, frá vinstri Höskuldur H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Eimskips, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskips og Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024