Eignir Reykjanesbæjar jukust um 16 milljarða króna í dag
Hlutur Reykjanesbæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf. er metinn á nærri 20 milljarða króna eftir viðskipti dagsins, þegar íslenska ríkið seldi eignarhlut sinni í Hitaveitu Suðurnesja hf. til Geysis Green Energy í dag fyrir rúma 7,6 milljarða króna. Fyrir viðskiptin í dag var virði hlutar Reykjanesbæjar bókfært á fjóra milljarða en eignirnar jukust um 16 milljarða króna í dag.
„Það er mjög ánægjulegt að virði okkar skuli hækka þetta mikið. Við höfum vitað að bókfært virði væri langt undir raunvirði, en þetta var óvænt ánægja. Reykjanesbær á þarna gríðarlegar eignir. Nú lætur nærri að hver bæjarbúi eigi rúma 1,5 milljónir króna í Hitaveitu Suðurnesja hf., í gegnum eignarhlut okkar í fyrirtækinu“, sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir í kvöld.
Aðspurður um forkaupsrétt núverandi eigenda, sagði Árni, að þegar svo mikill munur væri á tilboðum sem raun ber vitni er ólíklegt að ætla að Hitaveitan eða sveitarfélögin muni nýta sér forkaupsréttinn. Það verður rætt í stjórn HS og svo hefur hver hluthafi möguleika sem hann þarf að svara fyrir sig.
„Geysir Green Energy er heimafyrirtæki í Reykjanesbæ. Það er mjög áhugavert fyrirtæki sem getur með sinni framtíðarsýn og getu aukið virði HS enn frekar ef það er með í för, svo sjálfur fagna ég komu þeirra inn í HS“, sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
„Það er mjög ánægjulegt að virði okkar skuli hækka þetta mikið. Við höfum vitað að bókfært virði væri langt undir raunvirði, en þetta var óvænt ánægja. Reykjanesbær á þarna gríðarlegar eignir. Nú lætur nærri að hver bæjarbúi eigi rúma 1,5 milljónir króna í Hitaveitu Suðurnesja hf., í gegnum eignarhlut okkar í fyrirtækinu“, sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir í kvöld.
Aðspurður um forkaupsrétt núverandi eigenda, sagði Árni, að þegar svo mikill munur væri á tilboðum sem raun ber vitni er ólíklegt að ætla að Hitaveitan eða sveitarfélögin muni nýta sér forkaupsréttinn. Það verður rætt í stjórn HS og svo hefur hver hluthafi möguleika sem hann þarf að svara fyrir sig.
„Geysir Green Energy er heimafyrirtæki í Reykjanesbæ. Það er mjög áhugavert fyrirtæki sem getur með sinni framtíðarsýn og getu aukið virði HS enn frekar ef það er með í för, svo sjálfur fagna ég komu þeirra inn í HS“, sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.