Eignamiðlun Suðurnesja opnar í Grindavík
Í gærdag tók Eignamiðlun Suðurnesja formlega við rekstri fasteignasölunnar í Grindavík sem áður var í eigu Ásgeirs Jónssonar lögmanns og rekin var undir nafninu Lögbók ehf.
Eignamiðlun hyggst þar með auka þjónustu sína við íbúa í Grindavík en skrifstofan verður opin alla daga frá 13 - 17.
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samninga í gærmorgun þegar gengið var formlega frá yfirtöku Eignarmiðlunar á sölunni. Á myndinni eru Sigurður Ragnarsson frá Eignamiðlun Suðurnesja og Ásgeir Jónsson frá Lögbók.
Eignamiðlun hyggst þar með auka þjónustu sína við íbúa í Grindavík en skrifstofan verður opin alla daga frá 13 - 17.
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samninga í gærmorgun þegar gengið var formlega frá yfirtöku Eignarmiðlunar á sölunni. Á myndinni eru Sigurður Ragnarsson frá Eignamiðlun Suðurnesja og Ásgeir Jónsson frá Lögbók.