Dunkin Donuts á tveimur stöðum á Suðurnesjum
Á Fitjum og í Flugstöðinni
Tveir nýir Dunkin Donuts staðir verða opnaðir hér á Suðurnesjum á næstu vikum. Um miðjan ágúst opnar staður á Fitjum í Reykjanesbæ og svo annar í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Stefnt er á að opna þann stað í september. Með þeim verða Dunkin Donuts staðirnir á Íslandi orðnir fimm talsins en nú er ár síðan fyrsti staðurinn var opnaður á Laugavegi.