Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Draumahár opnar á Ásbrú
Föstudagur 18. nóvember 2011 kl. 10:57

Draumahár opnar á Ásbrú

Draumahár, ný hársnyrtistofa, opnaði í morgun að Keilisbraut 771 á Ásbrú. Stofan er í sama húsi og veitingastaðurinn Langbest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það eru þær Fanney María Sigurðardóttir og Hildur Mekkín Draupnisdóttir sem standa á bakvið Draumahár. Þær eru bjartsýnar á rekstur nýju stofunnar, enda heldur hárið áfram að vaxa þrátt fyrir allar kreppur.


Draumahár opnar kl. 09 alla virka daga og er opið til kl. 16 út nóvember en í desember verður opið til kl. 18 og lengur ef þarf.


Í tilefni af opnun stofunnar á Ásbrú er boðinn 20% afsláttur af klippingum.


Myndin var tekin við opnun stofunnar í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi