Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Domino’s hefur opnað á Fitjum
Ísak Malmquist er verslunarstjóri Domino´s á Fitjum
Fimmtudagur 7. desember 2017 kl. 06:00

Domino’s hefur opnað á Fitjum

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Domino’s nú opnað annan stað sem er staðsettur á Fitjum. Petra Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Domino’s á Íslandi, segir að þriðjudagstilboðin séu alltaf vinsæl hjá þeim en á föstudögum sé líka nóg að gera og að ástæða nýja staðarins sé í raun og veru eftirspurn eftir nýjum stað.

„Það hefur verið gríðarlega mikil eftirspurn eftir því að við myndum opna annan stað,“ segir Petra. Aukningin á svæðinu í Reykjanesbæ hefur verið mikil og því fannst þeim kominn tími á annan stað. „Við opnuðum staðinn hér á Fitjum þann 27. nóvember sl. í byrjun Megaviku, sem var ákveðin áhætta en það hefur verið brjálað að gera hjá okkur og við erum glöð að hafa ákveðið að drífa í því að opna staðinn þá.“
Rekstur Domino´s í Reykjanesbæ hefur gengið mjög vel og segir Petra að það hafi verið mikil þörf á því að opna annan stað í bæjarfélaginu. „Við höfum í raun og veru stækkað með bæjarfélaginu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðningarferlið fyrir nýja staðinn á Fitjum hefur staðið yfir undanfarna fjóra til fimm mánuði og hefur vel gengið að manna í allar stöður. „Við erum alltaf að leita að fleira fólki í vinnu og erum líka alltaf að bæta við okkur.“

Íslendingar virðast þyrstir í Meat and Cheese pítsuna á Domino´s en sú pítsa hefur alltaf verið vinsælust á matseðlinum. Petra segir að miðað við sölu og dreifingu séu íbúar Reykjanesbæjar orðnir meðvitaðir um það að annar staður sé kominn á svæðið til viðbótar við hinn staðinn.
Domino´s á Fitjum opnar kl. 16 og lokar á miðnætti en á Hafnargötunni opnar kl. 11 á morgnana og lokar sá staður einnig á miðnætti.

„Það er mest að gera hjá okkur á þriðjudögum en þriðjudagstilboðin eru alltaf vinsæl og líka föstudagskvöldin“, segir Petra. Domino´s keyrir eingöngu út í Reykjanesbæ og Petra segir að það sé allur gangur á því hvort fólk panti eða sæki pítsurnar sínar.